E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Sara Björnsdóttir

This slideshow requires JavaScript.

Um verkin mín.

 Síðastliðin ár hef ég verið að fást við rými og staðbundin myndbönd.  Ég gef mér frelsi til að nota þann miðil sem mér finnst þjóna hugmyndum verkanna best.  Ég hef því gert skúlptúra, ljósmyndir, bækur og innsetningar ásamt gjörningum, myndböndum hljóðverkum og rýmisverkum.  Hvort sem ég er að fjalla um andstæður, fegurð eða

pólitík.

 Verkin sjálf og mín tilfinning fyrir myndlist er í stöðugri þróun og skynjunin fyrir áhorfandanum og umhverfinu verður enn sterkari.  Þetta gerir myndlist mjög áhugaverða fyrir mig og löngunin til að kafa dýpra er sterk. Um þessar mundir er ég að vinna með staðbundin verk (site specific) í myndband eða hvaða miðil sem hentar hverju sinni. Mér finnst áhugavert að glíma við og leika mér að ólkíkum stöðum og þenja getu mína sem myndlistarmanns, þannig finnst mér ég geta tengt áhorfandann betur við verkið.  Ef verkið er um staðinn sem hann stendur á get ég breytt skynjun hans á umhverfinu og jafnvel sjálfum sér í smá stund.  Finnst mér þessi tegund listar eiga mjög mikið erindi við fólk í dag.

Að vinna með, eða draga fram það í umhverfinu sem oft er álitið sjálfsagt, breytir um mynd þegar á það er bent.  Þetta færir listina einu skrefi fjær þeirri einangrun sem hún þjáist fyrir. Fólk, umhverfi og samfélag er mitt hráefni fyrir list,  það er ekki alltaf sýnilegt en er fyrir mig nokkurskonar töfrar.

SARA BJÖRNSDÓTTIR er fædd í Reykjavík 1962// Nam við Chelsea College of Art & Design, London og Myndlistar og handíðaskóla Íslands, Reykjavík//                       Valdar einkasýningar: 2003 Rugl í rými, Listasafn Íslands, Reykjavík / 2006 Hellirinn bak við ennið, Kling & Bang Gallerí, Reykjavík / 2007 Intoxication, Gallery Crystal Ball, Berlín / 2010 Es ist nicht die kunst die stinkt es ist die galerie, Kulturpalast Wedding International, Berlín / Konkrít realismi, Gallerí Gangur Reykjavík / Valdar samsýningar: 2005 Moving Centers: New Icelandic Art II, Listasafn Íslands / 2008 Ferðalag, Listahátíð í Reykjavík / 2008 Sirkus, Frieze Art Fair, London / 2009 Möguleikar, Hafnarhúsið Reykjavík / 2011 Játtanir, Listasafn Færeyja Þórshöfn Færeyjum.

CV

SARA BJÖRNSDÓTTIR. Born in Reykjavík 1962 // Studied at Chelsea College of Art and Design, London and Icelandic College of Arts and Crafts, Reykjavík // Selected solo exhibitions: 2003 Confusing Space, National Gallery of Iceland, Reykjavík / 2006 The Cave Behind the Forehead, Kling & Bang Gallery, Reykjavík / 2007 Intoxication, Gallery Crystal Ball, Berlin /Es ist nicht die kunst die stinkt es ist die galerie, Kulturpalast Wedding International Berlin/ Selected group exhibitions: 2005 Moving Centers: New Icelandic Art II, National Gallery of Iceland, Reykjavík / 2008 Journey, Reykjavík Arts Festival / 2008 Sirkus, Frieze Art Fair, London/Possibilities, The Harbour Museum Reykjavík Iceland.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: