E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Hugsteypan

This slideshow requires JavaScript.

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur (f. 1976) og Þórdísar Jóhannesdóttur (f. 1979). Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Ingunn lauk einnig B.a. prófi í listasögu árið 2002, en Þórdís kennsluréttindanámi árið 2009. Hugsteypan varð til árið 2008 er þær Ingunn og Þórdís sýndu í fyrsta skipti samvinnuverk í Start Art Listamannahúsi. Síðan þá hefur Hugsteypan tekið þátt í fjölda sýninga t.a.m. í Listasafni Árnesinga, Kling & Bang Gallerí og Listasal Mosfellsbæjar.

Verk Hugsteypunnar eru gjarnan margþættar innsetningar og fjalla um mörk vísindalegra rannsókna og fagurfræðilegrar túlkunnar. Verkin bera þannig keim af rannsóknarferli þar sem þættir eins og listasaga, sjónmenning, framsetning og túlkun verka eru settir undir smásjá. Oft eru verkin unnin út frá kerfum og greiningarferlum, bæði þekktum og heimatilbúnum, sem Hugsteypan gefur sér listrænt frelsi til að nota að vild.

Á sýningunni Heyr á Endemi í Kling og Bang gallerí sýndi Hugsteypan verkin Kóðun og Listamannatal sem samanstóð af niðustöðum rannsóknarferlis Hugsteypunnar á lífshlaupi 42 myndlistarkvenna í formi veggverks(Listamannatal) og fána(Kóðun). Verkið sjálft er kóðað og getur áhorfandinn ráðið gátuna enda leyndast vísbendingar í verkinu sjálfu sem og í tímaritinu Endemi. Leysi menn ráðgátuna koma í ljós áhugaverðar niðurstöður um stöðu myndlistarkvenna. Sem dæmi má nefna kemur í ljós að myndlistakonur fyrri part 20. aldar áttu mun færri börn en myndlistarkonur samtímans, önnur niðurstaða sýndi að fæstar fengu útgefna bók um sig og verk sín, þrátt fyrir farsælan feril.

Á föstudaginn 12.ágúst kl 16-18 opnar sýning Hugsteypunnar Tengslun, kóðun og kerfismyndun, í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni gefur að líta þrjár sjálfstæðar innsetningar sem Hugsteypan hefur unnið að undanfarin tvö ár.

www.hugsteypan.com

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir    www.ingunnfjola.net ingunnfjola@gmail.com

Þórdís Jóhannesdóttir  thordisj@gmail.com

2 comments on “Hugsteypan

  1. Bakvísun: ný síða á www.endemi.wordpress.com |

  2. Bakvísun: Í bili opnar |

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: