E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Guðrún Benónýsdóttir

This slideshow requires JavaScript.

Guðrún Benónýsdóttir flakkar á milli Berlínar og Reykjavíkur í starfi sínu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá listaakademíunni í Osló árið 2000 og hefur síðan þá unnið að myndlist og sýnt víða, meðal annars í Fotogalleriet í Osló og á Nýlistarsafninu í Reykjavík. Verk hennar hafa einnig verið birt í tímaritum og útgáfum eins og Endemi (2011), „The art of not making “(2011) Thames & Hudson, „Apogee“(2011) Revolver.

Í listsköpun sinni veltir Guðrún fyrir sér samtímalist og tengslum hennar við fortíðina. Innsetningar hennar mynda með litum, ljósi og formum abstrakt heima sem markast gjarnan af upplifunum út frá skynjun, fagurfræði, myndgerð, efni, reynslu og hughrifum.     Verk hennar vísa oft til sviðssetningar eða geta verið einhverskonar leifar eða minnisvarði huglægs eða ímyndaðs atburðar eða sögu. Leikurinn á milli raunveruleikans og hins yfirskilvitslega er oft til staðar eða þá drauma og veruleika þar sem ímyndir drauma og tákn koma fram.

Á sýningunni Heyr á endemi í Kling og Bang sýndi Guðrún gólf innsetningu. Hugmynd verksins varð upprunalega til og er unnin út frá leikmynd úr kvikmynd. Verkið þróaðist síðan í sjálfstætt verk hugsað sem einskonar leifar eða rústir hinnar tilteknu leikmyndar. Í innsetningunni sjáum við part af heimilislegri innréttingu.. köflótt svart,hvítt og spegla flísamunstur sem liggur á gólfinu. það hefur tekið sér nýja merkingu í eilítið ólíkara formi og efni en við eigum að venjast. Þessi ólíka nálgun gefur okkur nýja sýn á fyrirbærinu, óreglan í forminu og ólíkindi harða og mjúka efnisins í ólögulegri hrúgu á gólfinu breyta skynjun okkar og upplifun.

Um þessar mundir er Guðrún í meistaranámi við Háskóla Íslands samhliða listsköpun sinni. Guðrún er einn stofnenda bókabúðarinnar/útgáfunnar Útúrdúrs í Reykjavík þar sem verksvið hennar er meðal annars ritstjórn og útgáfa listabóka og fjölfelda. Einnig hefur hún komið að öðrum menningartengdum verkefnum á sviði myndlistar, kvikmynda og leikhúss og var t.d. einn stofnenda Kling og Bang gallerís á sínum tíma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: