E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir

This slideshow requires JavaScript.

©Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir

Jóhanna Kristbjörg, fædd í Reykjavík 1982. Jóhanna lauk B.A námi frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Frá útskrift hefur Jóhanna verið starfandi við myndlist og tekið virkan þátt í íslensku myndlistarlífi. Jóhanna hefur haldið tvær einkasýningar í Crymó Galleríi og Listasal Mosfellsbæjar auk samsýninga og annara listtengdra viðburða.

Jóhanna var meðlimur í Crymo Galleríi og er einnig með inntak í bókinni „Treystið okkur við erum myndlistarmenn“. Auk þess er Jóhanna meðstofnandi og stjórnandi Gallerí Klósetts ásamt því að vera stofnandi og ein af sjö listamönnunum ínnan hópsins Conclusion of Solution.

Jóhanna vinnur með samtal sem hún á við sjálfa sig útfrá nánasta umhverfi og samfélagi. Oft setur hún sig í áhveðin hlutverk sem hún notar til að vinna útfrá. Hlutverkið byggist upp á tilfinningalegri nálgun hennar á viðfangsefninu sem þróast svo yfir í rannsókan á dýpri merkingu verksins. Hún setur saman upplýsingar og tilfinningar sem virðast koma úr ólíkum áttum, bæði frá samfélaginu og nánasta umhverfi. Vinnur þær svo útfrá tengingum, táknum, atburðarrás og litum sem púslast saman í einn myndheim. Jóhanna vinnur hvert verk með málverkið í fyrirhuga, þó ekki hvert málverk fyrir sig heldur öll saman sem heil.

Þannig blandar Jóhanna einnig öðrum miðlum inní, svo sem, videó, skúlptúr og gjörning sem verður þá hluti af málverka innsetningunni. Litaskalinn fyllir uppí andrúmsloftið og nær fram styrk tjáningarinnar með samsetningu og krafti sínum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: