E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir

This slideshow requires JavaScript.

©Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir býr og starfar í Finnlandi.  Hún útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista og handíðaskóla Íslands og í framhaldinu nam hún í Hollandi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht.  Veturinn 2006 til 2007 stundaði hún kennsluréttindanám við Listaháskóla Íslands.  Frá því að hún lauk formlegu myndlistarnámi hefur hún sýnt reglulega víðs vegar og eru verk hennar í eigu opinberra listasafna og einkasafna hér heima og erlendis.

Undanfarið hefur Guðrún Hrönn hefur unnið með innsetningar sem samanstanda af ljósmyndum af hlutum úr okkar nánasta umhverfi.  Á ferðalögum notar hún myndavélina til að skrásetja hversdagslega hluti sem af einhverjum ástæðum vekja athygli hennar.  Það getur verið vegna nostalgíu, litar, forms eða vegna þess að þeir virka skrítnir, annarlegir og jafnvel kómískir.  Þótt hlutirnir sem skrásettir eru séu þekkjanlegir úr okkar eigin umhverfi eru þeir settir fram á annan hátt en vanalega og gefa því ástæðu til vangaveltna og nánari skoðunar.  Verkin endurspegla nánd stundarinnar og staðarins um leið og þau skírskota á sinn hátt til annars tíma og rýmis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: