E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Endemis (Ó)sýn í Gerðarsafni

Endemi kom út í annað sinn laugardaginn 19. Nóvember 2011. Samhliða útgáfu blaðsins opnaði sýningin Endemis (ó)sýn, í efri sölum Gerðarsafns í Kópavogi.

Sýningin stóð til 8. janúar 2012. Þau sem áttu verk á sýningunni í Gerðarsafni eru:

Anna Líndal, Ásta Ólafsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Margrét H. Blöndal, Katrín Sigurðardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Elín Hansdóttir, Þorvaldur Jónsson, Sara Björnsdóttir, Gjörningaklúbburinn, Greg Barrett, Birgir Snæbjörn Birgisson, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir. 

This slideshow requires JavaScript.

Á opnuninni hélt Fríða Björk Ingvarsdóttir tölu og Þráinn Hjálmarsson ásamt Inga Garðari Erlendssyni fluttu Þránófónaperformans.

Nafn sýningarinnar, Endemis(Ó)sýn, fáum við að láni frá Hlyni Helgasyni sem skrifar inngangsgrein blaðsins. Orðið (ó)sýn vísar til hins kvenlæga og  sértæka sem fellur gjarnan utan hins hefðbundna ramma. Með þessari framsetningu beinir hann augum lesenda að því að sú „sýn“ sem liggur til grundvallar sýn-inga á oftar en ekki rætur sínar í ríkjandi samfélagsviðmiðum og -gildum sem eru, og hafa alla tíð verið, karllæg.

Erfitt er að skilgreina hvað flokkast sem karllægt og kvenlægt þegar kemur að myndlist. Margar konur hafa haslað sér völl innan hins ákvarðandi, greinandi og afgerandi ramma „sýnarinnar“ á meðan ófáir karlmenn upplifa sig á jaðri hinnar sértæku kvenlægu (ó)sýnar.

Til að undirstrika þessa (ó)sýn er öðrum hugtökum, eða réttar sagt hlutföllum, snúið á hvolf. Í blaðinu sem og á sýningunni eru 30% sýnenda karlmenn og 70% konur. En hlutfallið 30/70 (karlmönnum í vil) hefur um langa hríð virst órjúfanlegur múr þegar kemur að sýningum og umfjöllun um myndlist.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: