E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Birgir Snæbjörn Birgisson

This slideshow requires JavaScript.

©Birgir Snæbjörn Birgisson

Birgir Snæbjörn Birgisson fæddist árið 1966. Hann nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og École des Arts Décoratifs í Strassborg í Frakklandi.

Hann var einnig búsettur um tíma í London þar sem hann starfaði að myndlist en býr og starfar nú í Reykjavík. Birgir hefur sýnt víða bæði hér heima og erlendis. Framundan er vinnustofudvöl í París í Frakklandi og þátttaka í sýningu í Stokkhólmi í Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt.

Birgir hefur á undanförnum árum með einum eða öðrum hætti unnið með táknmynd ljóskunnar. Dæmi um verk eftir Birgi eru myndaraðirnar: Ljóshærðir hjúkrunarfræðingar, Ljóshærðar starfsstéttir, Ljóshærð ungfrú heimur 1951-, Auðmýkt, Ljóshærðir listamenn og nú síðast Ljóshærðir tónlistarmenn. Skemmst er líka að minnast myndaraðarinnar Fallegu Parísarkonurnar sem var til sýnis í Listasafni Íslands á síðastliðnu ári og Hvíta hús verkefnisins, sem var nýlega sýnt í Kling og Bang Gallerí. Verk Birgis eru með samfélagslega og pólitíska skírskotun.

Málverk sem breyta myndum og táknum sem við köllum fögur og göngum að sem gefnum í ótrúlega krefjandi fyrirbæri sem fær okkur til að hugsa okkur tvisvar um og heimta síðan eina umferð enn.

 Þær sýna okkur muninn á athöfn sem reynir aðeins að skapa fyrirfram tilbúna niðurstöðu og athöfn sem leikur sér með væntingar okkar og fordóma til að gera hið hversdagslega meira spennandi og já, fá fram niðurstöðu sem ekki er hægt að endurtaka.

 Þetta eru málverk sem fá okkur til að skoða grundvallaratriðin. Þau fara með okkur að kjarna þess hver við erum, hvernig við erum, með hverjum við erum og hvernig við komum fram við okkur sjálf og fólkið sem við erum með.

 

Mika Hannula

Að gera fiðrildi að möðkum

-málverk Birgis Snæbjörns Birgissonar

Ljóshærð ungfrú heimur 1951-

Listasafn Reykjavíkur, 2007

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: