E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

This slideshow requires JavaScript.

„Ég elska raunveruleikaþætti og það sökkar“ segir Jóna okkur aðspurð um fáránlega staðreynd um sjálfa sig.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) rásar um fortíð, nútíð og framtíð. Mótífin sem endurtaka sig í innsetningunum hennar, skúlptúrum, ljósmyndum og málverkum koma úr djúpum sálarinnar. Galopnir kjaftir og glenntir reðir, keilulaga nef eða gogglaga munnar, lóðréttir plastrimlar úr verksmiðjum eða vöruhúsum, blómstrandi málningarslettur eða sprey, hvíta og hið sínálæga myrkur. Verk Jónu draga mann með spörkum og látum að þessum erfiðu tilfinningum sem sameina okkur. Því þau síast gegnum baðm þess sem við óttumst og þráum meðvitað eða ómeðvitað og minna okkur á að við erum mannleg eða réttara sagt „líkamleg“. Orð og setningar í verkum hennar líkjast trúarlegum möntrum, eins og „Guð, æla, eldur“, „Hafðu það stórt eða haltu því einföldu“, „Ekkert er allsstaðar og ég er ekkert“, sem stjórna því sjáanlega (líkt og um hugarstjórnun sé að ræða), og verða að endingu það sem maður sér. Setningarnar eru leikandi léttar en jafnframt íhugular, einlægar en fyndnar, og búa yfir ruglandi mætti þar sem þær svífa fram og til baka í hausnum á manni. Verkin fást við hinar sígildu sögur sem búa yfir táknum, frásögn og einfaldleika, sjónrænt séð og bókstaflega. Maður er aldrei alveg viss hvaða tímabili þessi verk tilheyra. Þau virka frumstæð og tilheyra þjóðsagnahefð, líkt og mótuð úr jörðinni, en á sama tíma eru þau glansandi og hjúpuð eins og fjöldaframleiddir hlutir úr iðnaðarsamfélagi nútímans. Myndin sem þau greipa í huga manns og skilaboðin sem þau færa, skýra frá því sem við gætum orðið síðarmeir. Líkt og með spádóm sem inniheldur óljósar meiningar um framtíðina, látum við sannfærast vegna þess að við hrífumst af ljósinu, litunum og sjónarspilinu.

Giving us one weird fact about her self Halldórsdóttir sais: „I love reality tv shows and it sucks“

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (b. 1978, Iceland) channels the past, the present and the future.  The motifs that reoccur in her installation, sculpture, photography, and painting are drawn from the depth of the human psyche.  Wide open mouths with open phallus, conical noses or beak-like mouths, vertical plastic strips from factory or warehouse, florescent paint splashes or sprays, whiteness and the ever present blackness. Halldórsdóttir’s artwork drags you kicking and screaming to those difficult feelings which unite us.  For it sifts through the bed of our conscious/unconscious fears and desires to remind us we are human, or more so ‘of body’.  Words and phases become like ritualistic mantras, such as “GOD VOMIT FIRE”, “Make it Big or Keep it Simple”, “Nothing is Everywhere and I am Nothing”, that preside over the visual (like mind control), and eventually become the visual.  These phrases are reassuringly thoughtful yet playful, earnest yet humorous, but disconcertingly cultish as they go around and around in your head.  These works deal with a timeless tradition of story telling encompassing symbolism, narrative, and simplicity both visually and literally.  One is never quite sure of which time period these artworks belong. They are primal, or of a folkloric past, as if formed out of the earth, yet they are gilded or coated like mass produced objects of an industrial present.  Yet their lasting image, or message, speaks clearly of what we might become.  Like a fortune-teller who utters a vague suggestion of the future, we seem convinced because we are dazzled by the light, colour and trickery of the spectacle.

One comment on “Jóna Hlíf Halldórsdóttir

 1. Divine
  01/23/2013

  Excellent blog! Do you have any tips and hints for aspiring writers?

  I’m hoping to start my own blog soon but I’m a little lost on
  everything. Would you recommend starting with a free platform like
  Wordpress or go for a paid option? There are so many choices
  out there that I’m totally overwhelmed .. Any tips? Thank you!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Endemi.is on Twitter

Error: Twitter did not respond. Please wait a few minutes and refresh this page.

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: