E N D E M I

Magazine on visual arts in Iceland

Árið 2012 í myndlist og sýning ársins

Nú á síðasta degi ársins er upplagt að gera upp myndlistarárið.

Árið var frjótt og mikið var um sýningar. Við þurftum að horfa á eftir góðum galleríum svo sem Suðsuðvestur sem lagði upp laupana og einnig Gallerí Klósett en í staðin fengum við gallerí Þoku og Kunstschlager og síðast en ekki síst Skúrinn.

Í byrjun árs fórum við, að birta „myndfjallanir“ um sýningar á höfuðborgarsvæðinu og eins og vel má sjá á þessari síðu er myndlistarlífið augljóslega afar blómlegt og fjölbreytilegt.

Hér eru ellefu sýningar sem að mati undirritaðrar standa upp úr á árinu 2012.

Ykkur lesendum stendur svo til boða að velja ykkar uppáhalds sýningu, eða benda okkur á annan möguleika fyrir sýningu ársins 2012 þá í athugasemdum. Niðurstaða könnunarinnar verður svo birt á þrettándanum 6. janúar 2013.

Í engri séstakri röð má nefna sýningu Rúrí í Listasafni Íslands sem við eigum því miður ekki umfjöllun um.

Í Gallerí Ágúst sýndu þær Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir undir nafni Hugsteypunnar sýninguna Sviðsetning.
Photobucket

Nánar hér: http://endemi.is/2012/11/20/svidsetning-hugsteypunnar/

Sigurður Guðjónsson var með tvær góðar sýningar á árinu, bæði í Hafnarborg og svo sýninguna Fjarlægð í Kling & Bang gallerí
Photobucket

Nánar hér: http://endemi.is/2012/11/14/fjarlaegd-sigurdar-gudjonssonar/

Kristinn G. Harðarson opnaði yfirlitssýningu í Gerðarsafni sem bar titilinn Mæting.
Photobucket

Nánar hér: http://endemi.is/2012/10/30/kristinn-g-hardarson-i-gerdarsafni/

Í Kaffistofu, nemenda galleríi myndlistardeildar Listaháskóla Íslands mátti sjá margar góðar sýningar á árinu, sýningin Saga listarinnar var einstaklega vel heppnuð.
Photobucket

Nánar hér: http://endemi.is/2012/10/25/saga-listarinnar-skrasetning-i-kaffistofu/

Í Nýlistasafninu sýndi Angeli Novi sýninguna Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum, en Angeli Novi er samstarfsverkefni Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar

Photobucket

Nánar hér:  http://endemi.is/2012/10/06/angeli-novi-i-nylistasafninu/

Feðgarnir Björn og Oddur Roth sýndu sýninguna Heima í Basel og bar í Kling & Bang gallerí.

Photobucket

Nánar hér:  http://endemi.is/2012/10/03/fedgarnir-opna-heima-i-basel-og-bar/

Sara Björnsdóttir sýndi afskaplega fallega vídeóinnsetningu í Hafnarhúsinu sem bar titilinn HA
Photobucket
Nánar hér:  http://endemi.is/2012/09/22/ha-sara-bjornsdottir-i-hafnarhusinu/

Í Listasafni Íslands mátti sjá frábæra sýningu Ólafar Nordal, Íslandsafnið
Photobucket

Nánar hér:  http://endemi.is/2012/09/18/musee-islandique-islandssafnid/

Hrafnkell Sigurðsson sýndi sýninguna Hafnarborgin í Hafnarborg í byrjun árs

Photobucket
Nánar hér: http://endemi.is/2012/04/22/syningarnar-hafnarborgin-og-unz-opnudu-i-gaer/

Sýninguna Tómið – horfin verk Kristinns Péturssonar mátti (og má enn!) finna í Listasafni Árnesinga
Photobucket

Nánar hér: http://endemi.is/2012/11/22/tomid-horfin-verk-kristins-peturssonar

About Ragnhildur Jóhanns

Visual artist based in Reykjavík, Iceland.

15 comments on “Árið 2012 í myndlist og sýning ársins

  1. Erling T.V. Klingenberg
    12/31/2012

    Hvað með þessa „kraftmiklu“ sýningu 🙂 🙂

    http://this.is/klingogbang/archive_view.php?id=261

    • Ragnhildur Jóhanns
      12/31/2012

      Hér með komin á listann 🙂

  2. Ragnhildur Jóhanns
    12/31/2012

    Einnig hefur komið inn tillaga um sýninguna Beint í augað: http://endemi.is/2012/05/12/beint-i-augad-beint-i-mark/

  3. Curver Thoroddsen
    01/02/2013

    Hæhæ og gleðilegt ár! Mig langar bara að minna á eina fjölsóttustu og „skemmtilegustu“ sýningu Nýlistasafnsins frá upphafi.

    http://endemi.is/2012/04/26/sidasta-syningarhelgi-a-fjolskylduskemmtun/

    Myndir hjá Nýló á Facebook:

  4. Ragnhildur Jóhanns
    01/02/2013

    Jú mikið rétt, góður punktur!

  5. Ragnhildur Jóhanns
    01/03/2013

    Teikning – þvert á tíma og tækni, í Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur bæst við listann.

    Viljið þið gefa þessum sýningum atkvæði er best að setja það hér í komment eða senda póst á endemitimarit@gmail.com

  6. Helga Þórsdóttir
    01/03/2013

    Sæl Ragnhildur
    Ég sakna sýningar Olgu og Önnu, Rek sem enn stendur yfir í Listasafni Íslands.
    Bestu Kveðjur
    Helga Þórs

  7. Ragnhildur Jóhanns
    01/03/2013

    Það er líka mjög góð sýning! Þetta var gott ár og erfitt var að velja.

  8. Frímann
    01/04/2013
  9. Ragnhildur Jóhanns
    01/04/2013

    Frímann, ertu að mæla með einhverri ákveðinni sýningu eða er þetta áminning um útgáfuna?

  10. Bakvísun: Endemis árið 2012 « E N D E M I

  11. Magnea Ásmunds
    01/05/2013

    sýning Olgu og Önnu, Rek á Listasafni Reykjavíkur …

  12. Magnea Ásmunds
    01/06/2013

    http://www.listasafnasi.is/desktopdefault.aspx/tabid-373

    mjög góð tilraun til að fylla upp í eyðu í listarsögu okkar hér á skerinu .. við þurfum á því að halda að vita um forvera okkar hér sem voru margir mjög spennandi og framsýnir og í góðum takt við kollega okkar víða um heim ..

    8. TIL 30. SEPTEMBER 2012
    MINNING UM MYNDLIST
    Útimyndlistarsýningarnar á Skólavörðuholti 1967 – 1972. Skemmtilegt viðtal við Ingu Ragnarsdóttur í Víðsjá: http://www.ruv.is/myndlist/minning-um-myndlist

  13. Magnea Ásmunds
    01/06/2013

    ok hér er góður linkur á sýninguna Rek úr Djöflaeyjunni ..

    http://www.ruv.is/myndlist/rek-a-listasafni-islands

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 12/31/2012 by in - News about exhibitions.

Leiðarkerfi

Endemi- Sjónrit um samtímalist endemitimarit@gmail.com Skipholt 11-13 105 Reykjavík
%d bloggurum líkar þetta: